Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2020 22:31 Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ, á kartöfluakrinum í kvöld. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira