Ofurmennið Ómar er áttrætt í dag Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2020 13:27 Ómar Ragnarsson. Ótrúlegt en satt, hann er áttræður í dag. Bob Dylan söng Forever young, ungur að eilífu, líklega ekki um Ómar en það gæti átt við um þennan ævintýralega hressa mann. Hann lætur hvergi deigan síga, krafturinn með ólíkindum. Vísir óskar Ómari til hamingju með daginn. visir/vilhelm Skemmtikrafturinn, sjónvarpsmaðurinn, fréttamaðurinn, laga- og textasmiðurinn, rallíkappinn, flugmaðurinn, stjórnmálamaðurinn, ofurhuginn … Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Því fagnar þjóðin enda á Ómar, eftir áratugalangan, ævintýralegan- og gifturíkan feril á opinberum vettvangi nánast hvert bein í Íslendingum. Vinir Ómars keppast við að lofsyngja hann á Facebook, spara ekki stóru orðin og þar leitar Vísir meðal annars fanga í viðleitni til að bregða ljósi á þennan mikla kappa sem skráð hefur nafn sitt feitu letri í Íslandssöguna. En fyrir réttum tíu árum vann Helga Arnardóttir ítarlega umfjöllun um feril Ómars; þar sem sjá má brot af ýmsum minnisstæðum atriðum hvar Ómar birtist í öllu sínu veldi og rætt við samferðarfólk Ómars. „Einn af demöntum í kórónu lífs míns, það er Ómar Ragnarsson,“ segir til að mynda Bubbi Morthens. Fjallað var um ævi Ómars í Íslandi í dag þegar hann varð sjötugur fyrir sléttum tíu árum. Afköstin með slíkum ólíkindum að ráðgáta telst „Það verður landsmönnum ávallt ráðgáta hvernig hann hafði tíma til að semja Ligga-ligga-lá, Lok-lok-og-læs, Lax-lax-lax, Limbó-rokk, Litla jólabarn, Bítmúsík, Bítilæði, Bróður minn, Bar’að hann hangi þurr, Jóa útherja, Jón tröll, Jólin koma, Mér er skemmt, Minkinn í hænsnakofanum, Ó Grýlu, Óla drjóla eða Óbyggðaferð — svo fáein sönglög séu nefnd — á meðan hann var frétta- og þáttagerðarmaður, skemmtikraftur, flugmaður, rallökumaður, aðgerðarsinni og sjö barna faðir! Ómar er ofurmenni,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um Ómar og kastar á hann afmæliskveðju á Facebook. Ómar hefur alla tíð verið harður stuðningsmaður Fram og það kunna þeir að meta. Ómar Þorfinnur Ragnarsson er 80 ára í dag. Þessi fjölhæfi hagleiksmaður er hinn eini sanni Ofur-Framari! Þess utan fögnum við Degi íslenskrar náttúru í dag, honum til heiðurs. Vonandi verður náttúran með okkur í liði í dag á móti Keflavík. Til hamingju, kæri Ómar! pic.twitter.com/40s5utIybv— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) September 16, 2020 Það sem við höfum hlegið saman Annar tónlistarmaður sem kastar kveðju á Ómar á Facebook talar um þjóðarblóm í mannheimum og þúsundþjalasmið sem er afmælisbarn dagsins. Það er Þuríður Sigurðardóttir söngkona. Hún telur fara vel á því að afmælisdaginn er á degi íslenskrar náttúru, sem stofnaður var til heiðurs því mikla starfi sem hann hefur lagt til náttúruverndar. „Leiðir okkar Ómars hafa legið saman í tónlistinni frá því ég söng mitt fyrsta lag inná hljómplötu 16 ára, hann samdi textann við lagið eins og við svo mörg lög sem ég hef sungið. Við höfum sungið saman á sviði, í útvarpi, Sjónvarpinu og við óteljandi tækifæri...og ég hef flogið með honum um landið þvert og endilangt. Ómar er eini maðurinn í heiminum sem hefði getað fengið mig til að spila við sig fótbolta eftir langan dag í rútu, sumargleðiskemmtun og ball fram á nótt. Og það sem við höfum helgið saman! Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku trausti, tryggi vinur og félagi - og megi dagurinn þinn verða þér og þínum hamingjuríkur og fallegur!“ Uppistandarinn Ómar Þó Ómar hafi lagt gjörva hönd á margt gerði hann upphaflega garðinn frægan sem skemmtikraftur. Og hann hefur komið fram reglulega sem slíkur, alla tíð. Hér má sjá atriði sem hann bauð upp á árið 2011, í tengslum við söfnunarátak Rauða nefsins. Og svo enn séu tekin dæmi af samfélagsmiðlum, kveðjum sem nú staflast upp þar. Enn einn úr hópi tónlistarmanna er Baggalúturinn Guðmundur Pálsson sem reyndar starfar einnig sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Hann segir að Ómar eigi risaafmæli í dag, hann sé gersemi og honum verði aldrei fullþakkað „fyrir allt það góða, fallega og fyndna sem hann hefur fært okkur. Í desember 2016 tróð hann upp á jólatónleikum Baggalúts og sló aldrei feilpúst. 16 sinnum. Gott ef hann var ekki að jafna sig eftir fótbrot –‚ það hægði ekki einu sinni á honum. Baráttumaðurinn Ómar Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem nú berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði tekin á dagskrá, ritar einnig pistil í tilefni dagsins. Elsku Ómar er áttræður í dag. „Hér með upplýsisist að hann er eini maðurinn á Íslandi sem ég minnist þess að hafa hringt í upp úr þurru bara til þess að eiga grúppíulegt móment þar sem ég þakkaði honum óðamála fyrir baráttuna fyrir náttúrunni.“ Katrín segist ekki hafa þekkt hann neitt en hann hafði stuttu áður boðið þingfólki í flug yfir Kárahnjúkasvæðið til þess að veita þeim hina hlið málsins, en þeim hafði áður verið boðið af einhverju stóriðjubatteríi í svaka fínan útsýnisrúnt og veitinga. Ómar gat bara gefið þeim samlokur og sannleikann. „Seinna sátum við Ómar svo saman í stjórnlagaráði og ég gleymi aldrei hvað hann var ánægður með náttúruverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Nú er dagur náttúru Íslands, afmælisdagur Ómars sem sýnir að stundum áttar þjóð sig á því hvað einstaka einstaklingar hafa unnið henni mikið gagn áður en þeir eru farnir yfir móðuna miklu.“ Enn í fullu fjöri Og í lokin, því einhvers staðar verður að setja punkt þó af nægu sé að taka, er hér enn eitt myndskeið úr myndasafni Stöðvar 2, frá í fyrra en þar ræðir Heimir Már Pétursson við Ómar. Eins og þar má sjá er engan bilbug að finna á afmælisbarninu. Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Skemmtikrafturinn, sjónvarpsmaðurinn, fréttamaðurinn, laga- og textasmiðurinn, rallíkappinn, flugmaðurinn, stjórnmálamaðurinn, ofurhuginn … Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Því fagnar þjóðin enda á Ómar, eftir áratugalangan, ævintýralegan- og gifturíkan feril á opinberum vettvangi nánast hvert bein í Íslendingum. Vinir Ómars keppast við að lofsyngja hann á Facebook, spara ekki stóru orðin og þar leitar Vísir meðal annars fanga í viðleitni til að bregða ljósi á þennan mikla kappa sem skráð hefur nafn sitt feitu letri í Íslandssöguna. En fyrir réttum tíu árum vann Helga Arnardóttir ítarlega umfjöllun um feril Ómars; þar sem sjá má brot af ýmsum minnisstæðum atriðum hvar Ómar birtist í öllu sínu veldi og rætt við samferðarfólk Ómars. „Einn af demöntum í kórónu lífs míns, það er Ómar Ragnarsson,“ segir til að mynda Bubbi Morthens. Fjallað var um ævi Ómars í Íslandi í dag þegar hann varð sjötugur fyrir sléttum tíu árum. Afköstin með slíkum ólíkindum að ráðgáta telst „Það verður landsmönnum ávallt ráðgáta hvernig hann hafði tíma til að semja Ligga-ligga-lá, Lok-lok-og-læs, Lax-lax-lax, Limbó-rokk, Litla jólabarn, Bítmúsík, Bítilæði, Bróður minn, Bar’að hann hangi þurr, Jóa útherja, Jón tröll, Jólin koma, Mér er skemmt, Minkinn í hænsnakofanum, Ó Grýlu, Óla drjóla eða Óbyggðaferð — svo fáein sönglög séu nefnd — á meðan hann var frétta- og þáttagerðarmaður, skemmtikraftur, flugmaður, rallökumaður, aðgerðarsinni og sjö barna faðir! Ómar er ofurmenni,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um Ómar og kastar á hann afmæliskveðju á Facebook. Ómar hefur alla tíð verið harður stuðningsmaður Fram og það kunna þeir að meta. Ómar Þorfinnur Ragnarsson er 80 ára í dag. Þessi fjölhæfi hagleiksmaður er hinn eini sanni Ofur-Framari! Þess utan fögnum við Degi íslenskrar náttúru í dag, honum til heiðurs. Vonandi verður náttúran með okkur í liði í dag á móti Keflavík. Til hamingju, kæri Ómar! pic.twitter.com/40s5utIybv— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) September 16, 2020 Það sem við höfum hlegið saman Annar tónlistarmaður sem kastar kveðju á Ómar á Facebook talar um þjóðarblóm í mannheimum og þúsundþjalasmið sem er afmælisbarn dagsins. Það er Þuríður Sigurðardóttir söngkona. Hún telur fara vel á því að afmælisdaginn er á degi íslenskrar náttúru, sem stofnaður var til heiðurs því mikla starfi sem hann hefur lagt til náttúruverndar. „Leiðir okkar Ómars hafa legið saman í tónlistinni frá því ég söng mitt fyrsta lag inná hljómplötu 16 ára, hann samdi textann við lagið eins og við svo mörg lög sem ég hef sungið. Við höfum sungið saman á sviði, í útvarpi, Sjónvarpinu og við óteljandi tækifæri...og ég hef flogið með honum um landið þvert og endilangt. Ómar er eini maðurinn í heiminum sem hefði getað fengið mig til að spila við sig fótbolta eftir langan dag í rútu, sumargleðiskemmtun og ball fram á nótt. Og það sem við höfum helgið saman! Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku trausti, tryggi vinur og félagi - og megi dagurinn þinn verða þér og þínum hamingjuríkur og fallegur!“ Uppistandarinn Ómar Þó Ómar hafi lagt gjörva hönd á margt gerði hann upphaflega garðinn frægan sem skemmtikraftur. Og hann hefur komið fram reglulega sem slíkur, alla tíð. Hér má sjá atriði sem hann bauð upp á árið 2011, í tengslum við söfnunarátak Rauða nefsins. Og svo enn séu tekin dæmi af samfélagsmiðlum, kveðjum sem nú staflast upp þar. Enn einn úr hópi tónlistarmanna er Baggalúturinn Guðmundur Pálsson sem reyndar starfar einnig sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Hann segir að Ómar eigi risaafmæli í dag, hann sé gersemi og honum verði aldrei fullþakkað „fyrir allt það góða, fallega og fyndna sem hann hefur fært okkur. Í desember 2016 tróð hann upp á jólatónleikum Baggalúts og sló aldrei feilpúst. 16 sinnum. Gott ef hann var ekki að jafna sig eftir fótbrot –‚ það hægði ekki einu sinni á honum. Baráttumaðurinn Ómar Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem nú berst fyrir því að ný stjórnarskrá verði tekin á dagskrá, ritar einnig pistil í tilefni dagsins. Elsku Ómar er áttræður í dag. „Hér með upplýsisist að hann er eini maðurinn á Íslandi sem ég minnist þess að hafa hringt í upp úr þurru bara til þess að eiga grúppíulegt móment þar sem ég þakkaði honum óðamála fyrir baráttuna fyrir náttúrunni.“ Katrín segist ekki hafa þekkt hann neitt en hann hafði stuttu áður boðið þingfólki í flug yfir Kárahnjúkasvæðið til þess að veita þeim hina hlið málsins, en þeim hafði áður verið boðið af einhverju stóriðjubatteríi í svaka fínan útsýnisrúnt og veitinga. Ómar gat bara gefið þeim samlokur og sannleikann. „Seinna sátum við Ómar svo saman í stjórnlagaráði og ég gleymi aldrei hvað hann var ánægður með náttúruverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Nú er dagur náttúru Íslands, afmælisdagur Ómars sem sýnir að stundum áttar þjóð sig á því hvað einstaka einstaklingar hafa unnið henni mikið gagn áður en þeir eru farnir yfir móðuna miklu.“ Enn í fullu fjöri Og í lokin, því einhvers staðar verður að setja punkt þó af nægu sé að taka, er hér enn eitt myndskeið úr myndasafni Stöðvar 2, frá í fyrra en þar ræðir Heimir Már Pétursson við Ómar. Eins og þar má sjá er engan bilbug að finna á afmælisbarninu.
Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira