Sóknin mikið betri með Dóru Maríu og Gunnhildur Yrsa svolítið villt Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 22:45 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val á síðustu leiktíð. vísir/daníel Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val
Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki