Endalok skrifstofurýma Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Næsta áratug munu spilin stokkast upp á nýtt þar sem ekki verður sama þörf á skrifstofurýmum og áður. Vísir/Getty „Ekki koma þér of vel fyrir á skrifstofunni“ segja greinahöfundar Economist í nýlegri grein þar sem þeir spá því að mögulega séu dagar skrifstofurýma taldir. Að þeirra mati blasir við að atvinnulíf og stjórnvöld um allan heim þurfa að aðlaga sig að gjörbreyttum aðstæðum og nýrri framtíðarsýn þar sem fjarvinna mun breyta mjög mörgu. Í gær birti Atvinnulífið á Vísi tölur frá Gallup sem sýna að 61% fólks hefur áhuga á að starfa áfram að hluta í fjarvinnu. Í niðurstöðum má þó sjá að langflestir horfa til einhvers konar blöndu á fyrirkomulagi þar sem fjarvinnudagar eru 1-3 á viku. Í umræddri grein Economist segir að þetta blandaða fyrirkomulag sé nú þegar að festa sig í sessi víða. Í Frakklandi hafa til dæmis um 84% starfsfólks snúið til baka á vinnustaði sína en aðeins helmingur mætir þó þangað alla daga vikunnar. Í Bretlandi er þetta hlutfall undir 40% og þar hafa stjórnvöld farið í átak til að hvetja fleiri til að mæta aftur til vinnu. Er átakið sagt liður í því að reyna að glæða lífi í efnahag og innviði miðborga. Þá hafa ýmiss stórfyrirtæki haft uppi yfirlýsingar um að fjarvinna sé komin til að vera. Sem dæmi um slíkt fyrirtæki er Twitter. Þá var fjallað um það á Vísi í sumar að fyrirtækið CCP hefði fjárfest í tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn sína, annars vegar aðstöðu í húsakynnum fyrirtækisins en hins vegar með aðstöðu heima fyrir. Einnig: Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Ekki eru þó allir jafn hrifnir af fjarvinnu. Til dæmis hafa forsvarsmenn Netflix sagt að fjarvinnan hafi mælst illa fyrir hjá þeim. Þá eiga ýmiss atriði enn eftir að koma fram sem afleiðingar eða áhrif á fjarvinnu og mun Atvinnulífið á Vísi birta nýjar tölur úr mælingum Gallup um fjarvinnu á komandi mánuðum. En deilt er um hvað gott þykir. Sumir fagna fjarvinnu til dæmis sérstaklega því hún hefur dregið stórlega úr samgöngum um allan heim. Aðrir segja fjarvinnu ógna atvinnu- og launasamningum. Þá eru fjárfestar og fasteignaeigendur sagðir uggandi yfir því hvernig framtíðin mun þróast með tilliti til skrifstofu- og atvinnuhúsnæða. En snýst þetta allt um Covid 19 eða var framtíð skrifstofurýma hvort eð er í hættu? Í sögulegu samhengi hefur atvinnulífið áður farið í gegnum miklar umbyltingar á vinnuumhverfi. Þannig er það til dæmis rakið í umræddri grein að með tilkomu gufuvélarinnar hafi verksmiðjur orðið til sem fyrstu fjölmennu vinnustaðirnir. Í kjölfarið hafi yfirbygging fyrirtækja orðið til með nýjum skrifstofu- og stjórnunarstörfum. Þessi yfirbygging hefur haldist æ síðan þar sem skrifstofustörf fela í sér verkefni eins og fjármál og bókhald, vakta- og vinnuskipulag og margt fleira. Sumt hefur elst vel en annað er löngu orðið meingallað segja greinahöfundar. Benda þeir meðal annars á þann tíma sem fer í að ferðast til og frá vinnu. Eða þann kostnað sem fylgir matarkaupum á vinnutíma. Eða það álag sem fjölskyldur verða fyrir þar sem foreldrar eru víðast hvar báðir útivinnandi í nútíma samfélögum. Þá segja þeir fjarvinnu ógn við vinnustaðamenningu. Menningu vinnustaða og uppbyggingu hennar sé eitt af því sem vinnustaðir þurfa að hugsa alveg upp á nýtt. Í þessum efnum segja þeir marga óttast að liðseild og samheldni geti orðið að fórnarkostnaði. Öll tækni til fjarvinnu hefur verið til staðar lengi þótt kórónufaraldurinn hafi gert fjarvinnu algenga.Vísir/Getty En hvers vegna núna þegar öll tæknin var fyrir löngu til staðar? Á nánast augabragði lærðu allir á Teams, Google Meet, Zoom eða aðra fjarvinnutækni. Samt var margt af því sem í boði er fyrir löngu orðið til. Það voru því ekki tæknilegir annmarkar á því að fjarvinnan yrði að veruleika löngu fyrir tíma kórónufaraldurs. Það sem hefur heft þessa þróun er fyrst og fremst það fyrirkomulag sem svo lengi hefur verið í gildi. Það fyrirkomulag hefur falið í sér að vinnustaðir rúma alla starfsmenn og víða er lagt uppúr fjárfestingum í húsnæðum eða langtímaleigusamningum. Með tilkomu fjarvinnu þarf að endurskoða þetta mat. Þá segja greinahöfundar tvö önnur atriði þurfa að hugsa alveg upp á nýtt. Annars vegar útfærslu vinnuréttinda og hins vegar skipulag miðborga. Sem dæmi um réttindi benda greinahöfundar á tónlistarhagkerfið sem mögulega þarf að endurhugsa frá grunni. Þá er þeirri spurningu velt upp hver beri ábyrgð á því ef starfsmaður slasast við vinnu heima fyrir? Er það starfsmaðurinn eða vinnuveitandinn? Allt framtíðarskipulag miðborga þarf að endurhugsa. Þar hafa háhýsi og skrifstofubyggingar risið í áratugi sem nú er útlit fyrir að ekki verði eins mikil þörf á slíku húsnæði í framtíðinni. Í hvað á að nýta þessi rými í staðinn? Að mati greinahöfunda eru þetta þó ekki atriði sem munu leysast á næstu misserum. Enn er óvissa um það hversu lengi fjarlægðarmörk verða í gildi eða hvenær heimurinn hefur verið bólusettur gegn Covid 19. Þá eru ýmiss praktísk atriði sem munu hægja á þróuninni. Til dæmis eru leigusamningar vinnustaða víða langtímasamningar til margra ára. Að mati greinahöfunda er því spáð að næsti áratugur fari í að sjá hvernig spilin verða stokkuð upp á nýtt hjá atvinnulífi og stjórnvöldum um allan heim. Hér má sjá hvernig áhugi á fjarvinnu er að mælast fyrir á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Er fjarvinnan komin til að vera á þínum vinnustað? Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ekki koma þér of vel fyrir á skrifstofunni“ segja greinahöfundar Economist í nýlegri grein þar sem þeir spá því að mögulega séu dagar skrifstofurýma taldir. Að þeirra mati blasir við að atvinnulíf og stjórnvöld um allan heim þurfa að aðlaga sig að gjörbreyttum aðstæðum og nýrri framtíðarsýn þar sem fjarvinna mun breyta mjög mörgu. Í gær birti Atvinnulífið á Vísi tölur frá Gallup sem sýna að 61% fólks hefur áhuga á að starfa áfram að hluta í fjarvinnu. Í niðurstöðum má þó sjá að langflestir horfa til einhvers konar blöndu á fyrirkomulagi þar sem fjarvinnudagar eru 1-3 á viku. Í umræddri grein Economist segir að þetta blandaða fyrirkomulag sé nú þegar að festa sig í sessi víða. Í Frakklandi hafa til dæmis um 84% starfsfólks snúið til baka á vinnustaði sína en aðeins helmingur mætir þó þangað alla daga vikunnar. Í Bretlandi er þetta hlutfall undir 40% og þar hafa stjórnvöld farið í átak til að hvetja fleiri til að mæta aftur til vinnu. Er átakið sagt liður í því að reyna að glæða lífi í efnahag og innviði miðborga. Þá hafa ýmiss stórfyrirtæki haft uppi yfirlýsingar um að fjarvinna sé komin til að vera. Sem dæmi um slíkt fyrirtæki er Twitter. Þá var fjallað um það á Vísi í sumar að fyrirtækið CCP hefði fjárfest í tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn sína, annars vegar aðstöðu í húsakynnum fyrirtækisins en hins vegar með aðstöðu heima fyrir. Einnig: Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Ekki eru þó allir jafn hrifnir af fjarvinnu. Til dæmis hafa forsvarsmenn Netflix sagt að fjarvinnan hafi mælst illa fyrir hjá þeim. Þá eiga ýmiss atriði enn eftir að koma fram sem afleiðingar eða áhrif á fjarvinnu og mun Atvinnulífið á Vísi birta nýjar tölur úr mælingum Gallup um fjarvinnu á komandi mánuðum. En deilt er um hvað gott þykir. Sumir fagna fjarvinnu til dæmis sérstaklega því hún hefur dregið stórlega úr samgöngum um allan heim. Aðrir segja fjarvinnu ógna atvinnu- og launasamningum. Þá eru fjárfestar og fasteignaeigendur sagðir uggandi yfir því hvernig framtíðin mun þróast með tilliti til skrifstofu- og atvinnuhúsnæða. En snýst þetta allt um Covid 19 eða var framtíð skrifstofurýma hvort eð er í hættu? Í sögulegu samhengi hefur atvinnulífið áður farið í gegnum miklar umbyltingar á vinnuumhverfi. Þannig er það til dæmis rakið í umræddri grein að með tilkomu gufuvélarinnar hafi verksmiðjur orðið til sem fyrstu fjölmennu vinnustaðirnir. Í kjölfarið hafi yfirbygging fyrirtækja orðið til með nýjum skrifstofu- og stjórnunarstörfum. Þessi yfirbygging hefur haldist æ síðan þar sem skrifstofustörf fela í sér verkefni eins og fjármál og bókhald, vakta- og vinnuskipulag og margt fleira. Sumt hefur elst vel en annað er löngu orðið meingallað segja greinahöfundar. Benda þeir meðal annars á þann tíma sem fer í að ferðast til og frá vinnu. Eða þann kostnað sem fylgir matarkaupum á vinnutíma. Eða það álag sem fjölskyldur verða fyrir þar sem foreldrar eru víðast hvar báðir útivinnandi í nútíma samfélögum. Þá segja þeir fjarvinnu ógn við vinnustaðamenningu. Menningu vinnustaða og uppbyggingu hennar sé eitt af því sem vinnustaðir þurfa að hugsa alveg upp á nýtt. Í þessum efnum segja þeir marga óttast að liðseild og samheldni geti orðið að fórnarkostnaði. Öll tækni til fjarvinnu hefur verið til staðar lengi þótt kórónufaraldurinn hafi gert fjarvinnu algenga.Vísir/Getty En hvers vegna núna þegar öll tæknin var fyrir löngu til staðar? Á nánast augabragði lærðu allir á Teams, Google Meet, Zoom eða aðra fjarvinnutækni. Samt var margt af því sem í boði er fyrir löngu orðið til. Það voru því ekki tæknilegir annmarkar á því að fjarvinnan yrði að veruleika löngu fyrir tíma kórónufaraldurs. Það sem hefur heft þessa þróun er fyrst og fremst það fyrirkomulag sem svo lengi hefur verið í gildi. Það fyrirkomulag hefur falið í sér að vinnustaðir rúma alla starfsmenn og víða er lagt uppúr fjárfestingum í húsnæðum eða langtímaleigusamningum. Með tilkomu fjarvinnu þarf að endurskoða þetta mat. Þá segja greinahöfundar tvö önnur atriði þurfa að hugsa alveg upp á nýtt. Annars vegar útfærslu vinnuréttinda og hins vegar skipulag miðborga. Sem dæmi um réttindi benda greinahöfundar á tónlistarhagkerfið sem mögulega þarf að endurhugsa frá grunni. Þá er þeirri spurningu velt upp hver beri ábyrgð á því ef starfsmaður slasast við vinnu heima fyrir? Er það starfsmaðurinn eða vinnuveitandinn? Allt framtíðarskipulag miðborga þarf að endurhugsa. Þar hafa háhýsi og skrifstofubyggingar risið í áratugi sem nú er útlit fyrir að ekki verði eins mikil þörf á slíku húsnæði í framtíðinni. Í hvað á að nýta þessi rými í staðinn? Að mati greinahöfunda eru þetta þó ekki atriði sem munu leysast á næstu misserum. Enn er óvissa um það hversu lengi fjarlægðarmörk verða í gildi eða hvenær heimurinn hefur verið bólusettur gegn Covid 19. Þá eru ýmiss praktísk atriði sem munu hægja á þróuninni. Til dæmis eru leigusamningar vinnustaða víða langtímasamningar til margra ára. Að mati greinahöfunda er því spáð að næsti áratugur fari í að sjá hvernig spilin verða stokkuð upp á nýtt hjá atvinnulífi og stjórnvöldum um allan heim. Hér má sjá hvernig áhugi á fjarvinnu er að mælast fyrir á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Er fjarvinnan komin til að vera á þínum vinnustað?
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira