Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2020 20:00 Flytja átti fjölskylduna úr landi í morgun. Vísir Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent