Vill klára viðræður áður en samningar renna út Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 20:30 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira