Nítján greindust með veiruna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:46 Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09
Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46