Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 10:52 Reykjalundur hefur síðustu vikur og mánuði sinnt endurhæfingu fyrir sjúklinga sem veikst hafa af Covid-19. Vísir/vilhelm Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira