„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 07:01 Georg Holm er bassaleikaru Sigur Rósar. Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“
Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira