„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 07:01 Georg Holm er bassaleikaru Sigur Rósar. Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“
Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira