Dómur yfir manni sem braut gegn eiginkonu og syni þyngdur Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 16:55 Hæstiréttur Íslands taldi ástæðu til að þyngja refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira