Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 21:42 Frá vettvangi á hjólhýsasvæðinu í október í fyrra þegar eldur kom þar upp. Brunavarnir Árnessýslu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira