Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 09:55 Svandís Svavarsdóttir hefur til þessa fallist á tillögur sóttvarnalæknis í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35
Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38