Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 10:00 Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30
Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29
Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30
Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59
Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59