Líðan hins slasaða sögð stöðug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 11:01 Rafmagnslínur á hálendinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33