Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 12:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent