Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 16:36 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira