Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. september 2020 20:00 Haraldur Anton Skúlason er eigandi Lebowski bar. BALDUR HRAFNKELL Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira