Setur spurningarmerki við hvort VG sé stjórntækur flokkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 13:00 Sigríður Á. Andersen setur spurningarmerki við það hvort VG sé stjórntækur flokkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06