Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66.
Þetta er þriðja leiktíðin í röð þar sem Leicester Riders fagnar sigri í bikarkeppninni.
Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en Sara Rún og stöllur hennar voru þó alltaf hálfu skrefi á undan. Þeim gekk hins vegar illa að stinga seigt lið Durham Palatinates af. Í hálfleik munaði sex stigum á liðunum, staðan þá 38-32 Leicester í vil.
Í síðari hálfleik tókst Durham að minnka muninn niður í fjögur stig en ekki söguna meir og Leicester því bikarmeistari árið 2020. Lokatölur 70-66.
Keflvíkingurinn gerði sér lítið fyrir og var stigahæst á vellinum með 23 stig, þá tók hún sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Var hún að leik loknum valin besti leikmaður leiksins.
The moment...
— WBBL (@WBBLofficial) March 15, 2020
MVP, MVP, MVP @kkikarfa star Sara Hinriksdottir
and @RidersWomen celebrating their THIRD Betty Codona WBBL Trophy in a row.#BritishBasketball pic.twitter.com/9DVgX0kfx8