Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 10:59 Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine „Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020 Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira