Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira