Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 18:05 Kehdr-fjölskyldan hefur verið í felum síðustu daga. Stöð 2/Skjáskot Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira