Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg Anton Ingi Leifsson skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa. VÍSIR/VILHELM „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16