Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 20:56 Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar dómari leiksins dæmdi markið af Söru Björk Gunnardsóttur. VÍSIR/VILHELM Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. Jón Þór jós Söru lofi þegar Vísir spurði hann út í markið sem hún skoraði, en króatískur dómari taldi Glódísi Perlu Viggósdóttur hafa brotið á markmanni Svía og dæmdi markið af, ranglega að mati þjálfarans. „Sara hefur verið frábær í þessu verkefni, frábær leiðtogi, og hefði svo sannarlega átt skilið að skora í kvöld. Hún er að koma úr rússíbana sjálf, ekki langt síðan hún vann Meistaradeildina og var valin besti miðjumaður Meistaradeildarinnar, sem er stórkostlegur árangur. Það er mjög krefjandi verkefni að koma hingað heim fyrir hana, eftir þetta ótrúlega sumar og árangur. Það er því partur af svekkelsinu yfir því að markið skyldi dæmt af, því hún átti svo sannarlega skilið að skora,“ sagði Jón Þór. „Sem betur fer voru engir áhorfendur“ Eftir að Sara skoraði hópaðist allt íslenska liðið, fyrir utan Söndru Sigurðardóttur markmann, saman í vítateig Svía til að fagna. Engin virtist heyra að dómarinn hefði flautað svo Svíar ætluðu að taka aukaspyrnuna sem dæmd var og geysast fram auðan völlinn til að skora. Dómarinn stöðvaði það þó, einhverra hluta vegna. Atvikið má sjá hér að neðan. Staðan er 0-1 í hálfleik. Íslenska liðið jafnaði metin á 42. mínútu leiksins en dómari leiksins ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að dæma aukaspyrnu hér! Óskiljanleg ákvörðun pic.twitter.com/NsziNQFJ3r— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 „Dómarinn dæmir leikinn og ef þær hefðu skorað þarna þá væri það bara partur af leiknum,“ sagði Jón Þór en íslensku þjálfararnir reyndu hvað þeir gátu að gera leikmönnum grein fyrir því hvað væri að gerast: „Við vorum ekkert allt of uppteknir á bekknum af því hvort þetta væri réttur eða rangur dómur þegar þetta gerðist. Þegar maður áttaði sig á því að hún væri að dæma markið af öskraði maður úr sér lungun. Sem betur fer voru engir áhorfendur og ég veit svo sem ekki hvað þær heyrðu, en við reyndum að öskra á þær að fara til baka. Við hefðum vel getað fengið á okkur mark þarna, en þær áttu samt eftir að fara framhjá Söndru og gerðu það bara einu sinni í dag. Hún varði frábærlega í þessum leik svo það er ekki víst að þær hefðu skorað, en þær hefðu vissulega komist í góða stöðu,“ sagði Jón Þór. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. Jón Þór jós Söru lofi þegar Vísir spurði hann út í markið sem hún skoraði, en króatískur dómari taldi Glódísi Perlu Viggósdóttur hafa brotið á markmanni Svía og dæmdi markið af, ranglega að mati þjálfarans. „Sara hefur verið frábær í þessu verkefni, frábær leiðtogi, og hefði svo sannarlega átt skilið að skora í kvöld. Hún er að koma úr rússíbana sjálf, ekki langt síðan hún vann Meistaradeildina og var valin besti miðjumaður Meistaradeildarinnar, sem er stórkostlegur árangur. Það er mjög krefjandi verkefni að koma hingað heim fyrir hana, eftir þetta ótrúlega sumar og árangur. Það er því partur af svekkelsinu yfir því að markið skyldi dæmt af, því hún átti svo sannarlega skilið að skora,“ sagði Jón Þór. „Sem betur fer voru engir áhorfendur“ Eftir að Sara skoraði hópaðist allt íslenska liðið, fyrir utan Söndru Sigurðardóttur markmann, saman í vítateig Svía til að fagna. Engin virtist heyra að dómarinn hefði flautað svo Svíar ætluðu að taka aukaspyrnuna sem dæmd var og geysast fram auðan völlinn til að skora. Dómarinn stöðvaði það þó, einhverra hluta vegna. Atvikið má sjá hér að neðan. Staðan er 0-1 í hálfleik. Íslenska liðið jafnaði metin á 42. mínútu leiksins en dómari leiksins ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að dæma aukaspyrnu hér! Óskiljanleg ákvörðun pic.twitter.com/NsziNQFJ3r— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 „Dómarinn dæmir leikinn og ef þær hefðu skorað þarna þá væri það bara partur af leiknum,“ sagði Jón Þór en íslensku þjálfararnir reyndu hvað þeir gátu að gera leikmönnum grein fyrir því hvað væri að gerast: „Við vorum ekkert allt of uppteknir á bekknum af því hvort þetta væri réttur eða rangur dómur þegar þetta gerðist. Þegar maður áttaði sig á því að hún væri að dæma markið af öskraði maður úr sér lungun. Sem betur fer voru engir áhorfendur og ég veit svo sem ekki hvað þær heyrðu, en við reyndum að öskra á þær að fara til baka. Við hefðum vel getað fengið á okkur mark þarna, en þær áttu samt eftir að fara framhjá Söndru og gerðu það bara einu sinni í dag. Hún varði frábærlega í þessum leik svo það er ekki víst að þær hefðu skorað, en þær hefðu vissulega komist í góða stöðu,“ sagði Jón Þór.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50
Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44
Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16