Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. september 2020 11:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það komi enn dálítið á óvart hversu margir þurfi að fara í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira