Pickford í gjafastuði er Everton komst áfram | Havertz með þrennu 23. september 2020 20:38 Havertz fagnar einu af mörkum sínum í kvöld. vísir/getty Everton er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 5-2 markaleik gegn Joey Barton og C-deildarliðinu Fleetwod Town. Gylfi Sigurðsson var með fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn fyrir Everton sem leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Richarlison. Meiri kraftur var í heimamönnum í síðari hálfleik og minnkuðu þeir muninn á 48. mínútu er Jordan Pickford var allt of lengi að losa boltann frá marki Everton. Einungis mínútu síðar kom Alex Iwobi Everton í 3-1 en á 58. mínútu fór hjólhestaspyrna Callum Camps í netið, þrátt fyrir að boltinn hafi farið beint á Pickford. Three minutes into the second half and we've had two goals in Fleetwood!Joey Barton's side pulled one back but Alex Iwobi restored Everton's two goal lead straight after.Follow #CarabaoCup live https://t.co/ao4wJPVn4P https://t.co/I7oMsVfHWi pic.twitter.com/PjNexjtTJo— BBC Sport (@BBCSport) September 23, 2020 Bernard gerði hins vegar út um leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok en í uppbótartíma bætti Moise Kean við marki. Everton mætir því West Ham í fjórðu umferðinni á heimavelli. Newcastle skoraði sjö gegn Morecambe á útivelli en heimamenn í Morecambe léku einum manni færri frá því á 33. mínútu. Þá stóðu leikar 4-0. Joelinton skoraði tvö mörk og þeir Miguel Almiron, Jacob Murphy, Isaac Hayden og Jamaal Lascelles gerðu hin mörkin fjögur. Sam Lavelle skoraði svo sjálfsmark í uppbótartíma. Chelsea bauð upp á markaveislu á heimavelli gegn Barnsley er lokatölurnar urðu 6-0. Kai Havertz gerði sín fyrstu mörk fyrir Chelsea en hann skoraði þrjú mörk. Tammy Abraham, Oliver Giroud og Ross Barkley bættu við einu marki hver. 3 - Kai Havertz's hat-trick is the first of his senior career, in what is his 153rd appearance for Bayer Leverkusen/Chelsea. Hero. #CHEBAR pic.twitter.com/Hsa5EmO9cg— OptaJoe (@OptaJoe) September 23, 2020 Öll úrslit dagsins: Fulham - Sheff. Wed 2-0 Millwall - Burnley 0-2 Preston - Brighton 0-2 Stoke - Gillingham 1-0 Chelsea - Barnsley 6-0 Fleetwood - Everton 2-5 Leicester - Arsenal 0-2 Morecambe - Newcastle 0-7 Enski boltinn
Everton er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 5-2 markaleik gegn Joey Barton og C-deildarliðinu Fleetwod Town. Gylfi Sigurðsson var með fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn fyrir Everton sem leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Richarlison. Meiri kraftur var í heimamönnum í síðari hálfleik og minnkuðu þeir muninn á 48. mínútu er Jordan Pickford var allt of lengi að losa boltann frá marki Everton. Einungis mínútu síðar kom Alex Iwobi Everton í 3-1 en á 58. mínútu fór hjólhestaspyrna Callum Camps í netið, þrátt fyrir að boltinn hafi farið beint á Pickford. Three minutes into the second half and we've had two goals in Fleetwood!Joey Barton's side pulled one back but Alex Iwobi restored Everton's two goal lead straight after.Follow #CarabaoCup live https://t.co/ao4wJPVn4P https://t.co/I7oMsVfHWi pic.twitter.com/PjNexjtTJo— BBC Sport (@BBCSport) September 23, 2020 Bernard gerði hins vegar út um leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok en í uppbótartíma bætti Moise Kean við marki. Everton mætir því West Ham í fjórðu umferðinni á heimavelli. Newcastle skoraði sjö gegn Morecambe á útivelli en heimamenn í Morecambe léku einum manni færri frá því á 33. mínútu. Þá stóðu leikar 4-0. Joelinton skoraði tvö mörk og þeir Miguel Almiron, Jacob Murphy, Isaac Hayden og Jamaal Lascelles gerðu hin mörkin fjögur. Sam Lavelle skoraði svo sjálfsmark í uppbótartíma. Chelsea bauð upp á markaveislu á heimavelli gegn Barnsley er lokatölurnar urðu 6-0. Kai Havertz gerði sín fyrstu mörk fyrir Chelsea en hann skoraði þrjú mörk. Tammy Abraham, Oliver Giroud og Ross Barkley bættu við einu marki hver. 3 - Kai Havertz's hat-trick is the first of his senior career, in what is his 153rd appearance for Bayer Leverkusen/Chelsea. Hero. #CHEBAR pic.twitter.com/Hsa5EmO9cg— OptaJoe (@OptaJoe) September 23, 2020 Öll úrslit dagsins: Fulham - Sheff. Wed 2-0 Millwall - Burnley 0-2 Preston - Brighton 0-2 Stoke - Gillingham 1-0 Chelsea - Barnsley 6-0 Fleetwood - Everton 2-5 Leicester - Arsenal 0-2 Morecambe - Newcastle 0-7
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti