Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 23. september 2020 19:38 Stykkishólmur Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira