Luis Suárez er genginn í raðir Atlético Madrid frá Barcelona. Félögin staðfestu þetta í gærkvöldi.
Agreement with FC Barcelona over the transfer of @LuisSuarez9.
— Atlético de Madrid (@atletienglish) September 23, 2020
https://t.co/TKCcXFRsoE pic.twitter.com/pgJSChYN8F
@LuisSuarez9, Barça legend
— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 23, 2020
#9raciasLuis pic.twitter.com/WHCeMW4C9p
Suárez kemur til Atlético á frjálsri sölu frá Barcelona. Talið er að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning við Atlético.
Úrúgvæinn kveður Barcelona formlega á blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann lék með Barcelona í sex ár og er þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Ronald Koeman, nýr knattspyrnustjóri Barcelona, vildi ekki nota Suárez og því sá hann sæng sína upp reidda hjá félaginu. Suárez var nálægt því að fara til Juventus og svindlaði m.a. á ítölskuprófi til að flýta fyrir félagaskiptunum. Ekkert varð hins vegar af þeim.
Atlético endaði í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Suárez, sem er 33 ára, vann fjórtán titla sem leikmaður Barcelona og skoraði 198 mörk í 283 leikjum fyrir félagið.