Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 11:30 Breiðablik vann Val af öryggi, 4-0, fyrr í sumar en liðin mætast aftur í toppslag á Hlíðarenda föstudaginn 2. október. VÍSIR/DANÍEL Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01