Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 12:04 Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42
Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20