Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 12:04 Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42
Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20