SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:43 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira