Fór að hágráta eftir að hún hitti Kim Kardashian á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 12:30 Sjálfan sem Birta náði með Kim heppnaðist fullkomnlega. Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn. Teboðið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn.
Teboðið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira