Valdi frekar að verða liðsfélagi Andra Fannars en að fara til Evrópumeistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:00 Aaron Hickey fagnaði samningi sínum við Bologna með ítalska fánanum. Getty/Mark Scates Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira