Taldir klikkaðir fyrir að opna veitingastað í miðjum COVID faraldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2020 14:00 Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson. Aðsend mynd Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira