„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2020 16:02 Þórhildur Sunna er ómyrk í máli um orð Bjarna: Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur. visir/vilhelm Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa. Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa.
Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15