50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2020 08:54 Flugfélagsvélin brotlenti á hæstu bungu eyjunnar Mykiness í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Skjáskot/Kringvarp Færeyja, Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs. Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs.
Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira