Innlent

Kyn­ferðis­brota­mál á hendur starfs­manni frí­stunda­heimilis fellt niður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn var starfsmaður frístundaheimilisins Haunsels, frístundaheimilis fyrir nemendur í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára.
Maðurinn var starfsmaður frístundaheimilisins Haunsels, frístundaheimilis fyrir nemendur í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. VÍSIR/EINAR

Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir lögmaður mannsins og segir ásakanir á hendur skjólstæðingi sínum hafa verið tilhæfulausar.

Í samtali við Vísi staðfesti Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður og verjandi mannsins, að málið hefði verið fellt niður og kærufrestur í því væri liðinn.

„Þannig að það er alfarið niður fallið,“ segir Unnsteinn sem kveðst að öðru leyti lítið geta tjáð sig um málið.

Hann segir þó að málið hafi tekið mikið á skjólstæðing sinn, þar sem ljóst hafi verið frá upphafi að ekkert væri til í ásökunum á hendur honum.

„Tilhæfulaust. Það er alveg ljóst í mínum huga,“ segir Unnsteinn.

Maðurinn var handtekinn í maí á þessu ári og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Landsréttur felldi úrskurðinn síðan úr gildi.

Eins var maðurinn leystur frá störfum á frístundaheimilinu sem hann starfar á meðan á rannsókn málsins stóð yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×