Fara fram á rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Smári McCarthy kallaði eftir rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn á aðalfundi Pírata, sem lauk nú síðdegis. Vísir/Hanna Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira