Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 27. september 2020 22:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir þurfa að gera betur í þessum málum. Vísir/Vilhelm Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn. Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira