Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 21:42 Barrett með Trump forseta við Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira