Innlent

Jón Björn tekur við af Karli Óttari

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Björn Hákonarson er nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Jón Björn Hákonarson er nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Vísir/Vilhelm/Fjarðarbyggð

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar mun setjast í bæjarstjórastól eftir að Karl Óttar Pétursson óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðarbyggð en bæjarráð bæjarins samþykkti í dag tillögu þess efnis að Jón Björn taki við af Karli Óttari. Jón Björn mun um leið láta af embætti forseta bæjarstjórnar og formennsku í eigna-, skipulags og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði.

Eydís Ásbjörnsdóttir lætur af formennsku í bæjarráði og verður forseti bæjarstjórnar og formaður eigna-, skipulags og umhverfisnefndar. Sigurður Ólafsson mun taka sæti sem formaður bæjarráðs í stað Eydísar Ásbjörnsdóttur og Pálína Margeirsdóttir mun taka sæti sem varaformaður í bæjarráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×