Uggandi yfir orðræðu verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 08:51 Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14