Hlaupa til styrktar vini sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 22:18 Mynd frá einu af hlópi hópsins. Mynd/Aðsend Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621 Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621
Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira