Sjáðu umdeilt mark Gary Martin sem var illur eftir frábæran sigur Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 10:01 Keflavík vann frábæran sigur gegn ÍBV í gær. mynd/Víkurfréttir Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa. Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa.
Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira