Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. Þá fóru fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fram á milli þeirra Donald Trump, forseta, og Joe Biden. Kappræðurnar hafa ekki fallið vel í kramið sökum yfirgangs, framíkalla og deilna.
Umræddir túlkar voru að túlka kappræðurnar í beinni útsendingu og miðað við hluta útsendingarinnar sem Japanir hafa birt á samfélagsmiðlum hefur það reynst verulega erfitt og þurftu þær að tala ofan í hvora aðra, því það gerðu þeir Trump, Chris Wallace og Biden.
Einnig hefur það reynst áhorfendum erfitt að fylgjast með umræðunum, sem lýst hefur verið sem skammarlegum fyrir Bandaríkin.
— Mi2 (@mi2_yes) September 30, 2020
#Debates2020 pic.twitter.com/IIihMHglga