Jónsi og Robyn senda frá sér hið „fullkomna popplag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2020 17:31 Robyn og Jónsi á góðri stundu. Aðsend mynd Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira