Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:46 Mynd frá móttöku kvótaflóttafólks sem kom hingað til lands í fyrra. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira