Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum okkar förum við yfr helstu atriði í síðasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Forseti Íslands skoraði á þingheim í ávarpi sínu að afgreiða breytingar á stjórnarskránni sem væri ekki meitluð í stein.

Þá greinum við frá því að heilbrigðiskerfið myndi illa ráða við kórónufaraldurinn án sóttvarnaaðgerða en tveir leggjast að meðaltali með kórónusmit inn á sjúkrahús á hverjum sólarhirng þessa dagana. 

Þá telja sveitarfélögin aðgerðir sem stjónvöld hafa kynnt til að mæta áhrif faraldurins á fjárhag þeirra ekki duga til. 

Við heilsum einnig upp á hina hundrað og átta ára gömlu Dóru Ólafsdóttur en þessi elsti núlifandi Íslendingur safnar enn birkifræjum til skógræktar og skorar á þjóðina að hugsa vel um landið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×