Foreldrar fá ekki að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 17:56 Stefnt er að því að tryggja tómstundastarf barna sem fædd eru 2005 og seinna. Vísir/HAnna Ákveðið hefur verið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og grípa til frekari sóttvarna vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Því munu foreldrar og forráðamenn ekki fá að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf barna sinna næsta hálfa mánuðinn. Þetta er niðurstaða fundar stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær. Einnig verður starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum óheimil. Ráðstafanirnar gilda til 12. október. „Mælt er með því að stjórnendur íþróttahúsa og frístundastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem ekki fellur undir sveitarfélögin gera slíkt hið sama. Tekið er fram að tilgangurinn er ekki að raska íþróttastarfi né keppnum barna, heldur að halda því gangandi,“ segir á vef Ungmennafélags Íslands. Á vef Ungmennafélagsins segir að fjölgun smita hafi mikil áhrif á skólasamfélagið, enda hafi heilu árgangarnir þurft í sóttkví og skólar jafnvel þurft að loka. Það sé ekki hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem nú sé uppi og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að skóla- og tómstundastarf haldist óskert. „Til að svo megi vera þarf að grípa til aukinna ráðstafana og færa ákveðnar fórnir og við ætlum okkur svona í fyrstu að vera það bjartsýn horfa til 12. október með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit á okkar svæði.‟ Á meðal þeirra ráðstafana sem gripið er til er eftirfarandi: Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna. Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóli barna þá fellur sá tími niður. Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttasalina. Starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum sé ekki leyfð t.d. íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og grípa til frekari sóttvarna vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Því munu foreldrar og forráðamenn ekki fá að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf barna sinna næsta hálfa mánuðinn. Þetta er niðurstaða fundar stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær. Einnig verður starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum óheimil. Ráðstafanirnar gilda til 12. október. „Mælt er með því að stjórnendur íþróttahúsa og frístundastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem ekki fellur undir sveitarfélögin gera slíkt hið sama. Tekið er fram að tilgangurinn er ekki að raska íþróttastarfi né keppnum barna, heldur að halda því gangandi,“ segir á vef Ungmennafélags Íslands. Á vef Ungmennafélagsins segir að fjölgun smita hafi mikil áhrif á skólasamfélagið, enda hafi heilu árgangarnir þurft í sóttkví og skólar jafnvel þurft að loka. Það sé ekki hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem nú sé uppi og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að skóla- og tómstundastarf haldist óskert. „Til að svo megi vera þarf að grípa til aukinna ráðstafana og færa ákveðnar fórnir og við ætlum okkur svona í fyrstu að vera það bjartsýn horfa til 12. október með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit á okkar svæði.‟ Á meðal þeirra ráðstafana sem gripið er til er eftirfarandi: Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna. Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóli barna þá fellur sá tími niður. Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttasalina. Starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum sé ekki leyfð t.d. íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira