„Helgin mun ráða úrslitum“ Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 22:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira